Við höldum okkar striki…

Kæru nemar og viðskiptamenn Fjölsmiðjunnar, starfsemin er opin eftir helgi ( vika 45 ). Við aðlögum okkur í næstu viku að breyttum sóttvarnarreglum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að viðhalda virkni og námi.
Við höldum áfram að þjálfa okkur í persónulegum sóttvörnum og við mætum ekki veik í vinnuna.

Bakkamatur verður áfram í boði eins og venjulega fyrir viðskiptavini Fjölsmiðjunnar.
Takk fyrir daginn og sjáumst eftir helgi…🙂
Fyrir hönd starfsmanna,
Sturlaugur forstöðumaður

Bakkamatur frá 27.okt…..:)

Næst komandi þriðjudag þann 27.okt. getur veitingadeildin tekið á móti pöntunum í bakkamat út úr húsi. Pöntunarsíminn er 5712785 eða 5444080. Eins og stendur getum við ekki opnað veitingasalinn fyrir matargestum m.a. vegna tveggja metra reglunnar á milli manna. Vonandi verður það hægt í viku 45…..🙂

Nemar mæta á ný til vinnu…..

Kæru nemar Fjölsmiðjunnar,
Það gleður okkur að tilkynna að nú ætlum við að byrja aftur starfsemina í næstu viku.
Þið mætið því aftur til starfa mánudaginn 26. október kl. 8:30 eða á öðrum umsömdum tíma.
Við viljum minna á mikilvægi þess að fara eftir og viðhalda settum sóttvarnarreglum þ.e.
– Handþvottur m/sápu
– Spritta hendur
– Nota andlitsgrímu
– Tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga
– Halda sig heima ef t.d. kvefeinkenni eða slappleiki er til staðar.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef eitthvað þarf að ræða í síma 544-4080 og 896-0162 ( Sturlaugur )

Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Starfsfólk Fjölsmiðjunnar

LOKAÐ ENN UM SINN!

Kæru nemar Fjölsmiðjunnar,

Í ljósi nýjustu frétta stjórnvalda og hvatningu sóttvarnarlæknis þá höfum við tekið þá ákvörðun að seinka enn frekar komu ykkar til starfa í Fjölsmiðjuna.

Þið mætið því ekki til starfa á morgun þriðjudaginn 20. október né miðvikudaginn 21. október.

Við munum taka stöðuna að nýju á miðvikudaginn kemur þann 21. október, þá fá allir sendan tölvupóst með upplýsingum varðandi framhaldið.

Fylgist líka vel með á Facebook síðu Fjölsmiðjunnar (Fjölsmiðjan  á höfuðborgarsvæðinu).

Hlúið að ykkur sjálfum og hvort öðru, við erum öll almannavarnir !!

Góðar kveðjur og við hlökkum til að sjá ykkur fljótlega,

Starfsfólk Fjölsmiðjunnar

SKERT STARFSEMI

Kæru nemar og velunnarar Fjölsmiðjunnar, (english below)

nú er orðið ljóst að við munum ekki geta hafið fulla starfsemi á mánudaginn kemur þann 19. október eins og lagt var upp með þegar ákvörðun um lokun var tekin í síðustu viku.

Við vonum að sjálfsögðu að þetta ástand vari ekki mikið lengur en staðan verður endurmetin strax eftir helgi í takt við aðgerðir stjórnvalda.

Hlúum að hvort öðru og munum að við erum öll almannavarnir ❤️

Fyrir hönd starfsmanna Fjölsmiðjunnar,

Hjördís

Dear students and benefactors of Fjölsmiðjan,

it has now become clear that we will not be able to start full operations on Monday, October 19, as was planned when the decision to close was made last week.

Of course, we hope that this situation will not last much longer, but the situation will be reassessed immediately after the weekend in line with the government’s actions.

Let’s take care of each other and remember that we are all civil defense ❤️

On behalf of Fjölsmiðjan’s employees,

Hjördís

Þjónusta Fjölsmiðjunnar í lágmarki til 19. okt.

Góðan daginn,
í ljósi aðstæðna almennt í samfélaginu, þá ákváðum við að hafa nemana okkar heima frá og með morgundeginum þ. 8. okt. Stefnt er að því að nemar mæti aftur til vinnu mánudaginn 19. okt. Tilgangurinn er m.a. að lágmarka almennt smit áhættu. Við reynum að vera í eins miklu rafrænu sambandi við nemana eins og við getum þangað til.
Með bestu kveðju starfsfólk Fjölsmiðjunnar.

Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu fær styrk.

Efnismiðlun Góða hirðisins óskaði eftir að viðskiptavinir hennar myndu tilnefna verkefni til styrkveitingar. Fjölsmiðjan fékk tilnefningu frá Stefaníu H. Sigurðardóttur og við sendum inn gögn í framhaldi af því til Sorpu um verkefni sem unnið er að á tæknideild Fjölsmiðjunnar undir stjórn Ásbjörns Elíasar Torfasonar deildarstjóra.
Sorpa var að leitast eftir að styrkja verkefni sem tengist á einhvern hátt hringrásarhagkerfinu eða bættri nýtingu á hlutum með endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu.
Styrkurinn á að nýtast í ákveðið verkefni sem hefur vel skilgreint upphaf og endi.

Takk fyrir frumkvæðið og óbeinan stuðning Stefanía og takk fyrir 500 þ.kr. stuðninginn Sorpa. Fjölsmiðjan vill stuðla að bættri nýtingu á hlutum með endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu.

Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili

Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu er nú formlega þann 7. Sept árið 2020 orðin Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til eins árs af hálfu Menntamálastofnunar.

Þessi niðurstaða verður vonandi til þess að efla okkur í því að undirbúa nemana fyrir nám og vinnu, auka gæðin á starfseminni og bæta vellíðan nema og starfsmanna. Og nemarnir okkar fá nú tækifæri til að vinna sér inn námseiningar í ákveðnum fögum fyrir veru sína í Fjölsmiðjunni.

Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni sem án efa verður krefjandi en skapar um leið tækifæri.

Vonandi auðveldar þetta okkur líka til að sækja aukið fjármagn í reksturinn þar sem þetta verkefni mun kalla á meiri skuldbindingar á margan hátt. En fyrst og fremst auðvelda okkur að auka gæðin á starfseminni og þar með lífsgæði nema.

Matsala með breyttu sniði

Kæru matargestir,
vegna leikreglna Almannavana þá neyðumst við til að loka matsalnum okkar fyrir utanaðkomandi matargestum, vonandi tímabundið.

Í staðin ætlum við að bjóða viðskiptavinum upp á að kaupa matarbakka á sama verði sem þeir geta sótt til okkar.

Pantanir í gegnum síma 571-2785.

Best er að nálgast matarbakkana með því að fara í gegnum lyftuhús Fjölsmiðjunnar sem er fyrir neðan húsið að norðanverðu og fara upp á 3. hæð.

Við þróum þetta svo í sameiningu 🙂 

Matseðill vikunnar 11. – 13. ágúst er eftirfrandi:
Þriðjudagur 11. ágúst
Grjónagrautur
Reyktur þorskur m/gulrótarmauki og spergilkáli

Miðvikudagur 12. ágúst
Fiskisúpa
Kálbögglar með íslensku smjöri, gulrótum og rófum

Fimmtudagur 13. ágúst
Aspassúpa
Rósmarínkryddað lambalæri með balsamik sósu og íslensku grænmeti

Hlökkum til að heyra frá ykkur 😀
Starfsfólk og nemar Fjölsmiðjunnar

Opnað fyrir matargesti á ný mánudaginn 25. maí.

Kæru gestir,
nú verður opnað fyrir gesti og gangandi í hádegismat mánudaginn 25. maí næstkomandi, óbreyttur matartími frá 1130- 1300 alla daga nema föstudaga.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsmenn og nemar Fjölsmiðjunnar.