LOKAÐ ENN UM SINN!

Kæru nemar Fjölsmiðjunnar,

Í ljósi nýjustu frétta stjórnvalda og hvatningu sóttvarnarlæknis þá höfum við tekið þá ákvörðun að seinka enn frekar komu ykkar til starfa í Fjölsmiðjuna.

Þið mætið því ekki til starfa á morgun þriðjudaginn 20. október né miðvikudaginn 21. október.

Við munum taka stöðuna að nýju á miðvikudaginn kemur þann 21. október, þá fá allir sendan tölvupóst með upplýsingum varðandi framhaldið.

Fylgist líka vel með á Facebook síðu Fjölsmiðjunnar (Fjölsmiðjan  á höfuðborgarsvæðinu).

Hlúið að ykkur sjálfum og hvort öðru, við erum öll almannavarnir !!

Góðar kveðjur og við hlökkum til að sjá ykkur fljótlega,

Starfsfólk Fjölsmiðjunnar