Deildir
Fræðslu og lífsleiknideild
Þann 7. september árið 2020 hlaut Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili frá Menntamálastofnun.
Það sem liggur að baki viðurkenningunni er það að ungmenni sem koma til starfa hjá Fjölsmiðjunni í gegnum Velferðarsviðin, geta sótt einingabært nám á staðnum samhliða störfum inni á deildum.
Til að byrja með er boðið upp á nám í ákveðnum greinum á 1. þrepi. Þessar greinar eru: stærðfræði, íslenska, lífsleikni. Hver áfangi er 5 einingar og þegar nemar ljúka námsgrein með lágmarksárangri (5.0) þá geta þeir fengið einingarnar metnar í samstarfsskólum Fjölsmiðjunnar þegar þeir hyggja á frekara nám. Samstarfsskólarnir eru Borgarholtsskóli, Fjölbrautarskólinn við Ármúla, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti og Tækniskólinn.
Fjölsmiðjan hefur verið með íslenskukennslu fyrir einstaklinga af erlendum uppruna og aðlögun að íslensku samfélagi.
Félags -og vinnumarkaðsráðuneytið styrkti Fjölsmiðjunna um 4.000.000 kr. í viðkomandi verkefni. Hægt er að sjá lokaskýrslu verkefnisins undir um okkur, opinber gögn hér á síðunni.
Við bjóðum einstaklingum aðstoð við námið þeirra á einn eða annan hátt. Námið getur breyst eftir þörfinni ( eftirspurninni ) hverju sinni. Deildarstjóri / náms- og starfsráðgjafi fræðsludeildar ber ábyrgð á almennri kennslu, veitir stuðning og ráðgjöf og fer með formlegt utan um hald nema.