Deildir

Trésmíðadeild

Á Trésmíðadeildinni eru unnin fjölbreytt verkefni, t.d. framleiðsla á  vörubrettum, duftkerjum, steypumótum fyrir Norðurál o.fl. Guðmundur deildarstjóri sér einnig um að útbúa auðkenniskort (starfsmannakort) fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir.

Hvað gerum við

Þjónustan okkar

Verkefni fyrir Norðurál koma reglulega og ýmis verkefni önnur falla til, m.a. var byrjað á framleiðslu duftkerja í samstarfi við aðila sem framleiðir og selur líkkistur. Við fengum líka nýtt verkefni frá Vaki sem framleiðir búnað fyrir fiskeldisiðnaðinn.
Deildin sér einnig um allt viðhald fyrir Fjölsmiðjuna, bæði hvað varðar húsnæði og innanstokksmuni.
Auk þess tekur deildin þátt í mörgum átaksverkefnum sem þarf að vinna, svo sem að merkja dósir sem innihalda orkudrykki. Umsjónarmaður deildarinnar sér um alla gerð og prentun starfsmanna auðkenniskorta ásamt fleiru tilfallandi.
Lagður var grunnur að því á árinu að hefja brettaframleiðslu á ný.
Mikil fjölgun hefur orðið á deildinni.
Deildarstjóri trésmíðadeildar er húsasmiður.
Deildarstjóri er Guðmundur Hrafnkelsson.

Næstu skref

Hafa samband

Deildarstjóri
Guðmundur Hrafnkelsson

gsm 6954076

gudmundur@fjolsmidjan.is

Sími 5712784.