Deildir

Veitingadeild

Mikil áhersla er lögð á fræðslu, vönduð vinnubrögð, vörugæði, hreinlæti og gott skipulag.

Veitingadeildin fær marga fastagesti í mat á hverjum degi eins og t.d. starfsmenn Menntamálastofnunar og Sýni.

Veitingadeildin hefur einnig verið að senda út bakkamat og þjónusta aðila með mat og kaffimeðlæti fyrir fundi.

Hvað gerum við

Þjónustan okkar

Veitingadeildin sér um að þjónusta nema Fjölsmiðjunnar með morgun- og hádegismat samhliða því að selja hádegismat til viðskiptavina.
Fastir liðir eins og þorrablót í hádegi á bóndadegi, hrekkjavaka/veturnætur á allra heilagramessu og skötuveisla fyrir jólin krydda tilveruna.
Einnig eru seld matarkort ( afsláttarkort ) sem tölvudeildin útbýr og þá er einnig hægt að kaupa staka máltíð.

Í veitingadeild eru nú tveir starfsmenn með meistararéttindi í sínu fagi og þar með miklir möguleikar fyrir kennslu á sviði veitingareksturs. Vissulega læra nemar alla daga með því að taka þátt í daglegum störfum deildarinnar.
Deildarstjóri er Angela Figus.

Næstu skref

Hafa samband

Deildarstjóri
Angela Figus.

angela@fjolsmidjan.is

Sími 5712785