Deildir

Bíladeild

Hægt er að panta bílaþvott, bón eða alþrif í síma 8664663 / 571 2782 eða bilar@fjolsmidjan.is.

Við dekrum við bílinn þinn sem aldrei fyrr!

Fólksbíll og jepplingar í bón og alþrif kostar 12.000 kr.

Jeppi í bón og alþrif kostar 14.000 kr.

Djúphreinsun á sætum og teppum 10.000 kr. til viðbótar.

Hvað gerum við

Þjónustan okkar

Bíladeildin þrífur og bónar bíla fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Heimahjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarinnar og heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, Sorpa, Þekking, Lykill, N1 og Sjóvá eru reglulega í viðskiptum. Þjónusta við einstaklinga hefur aukist á milli ára.
Starfið á deildinni er í föstum skorðum og mikið lagt upp úr því að vanda vinnubrögð.
Umsjónarmaður deildarinnar hefur fengið tjónabíla frá tryggingafyrirtækinu Sjóvá til niðurrifs sem hægt er að nýta til að læra betur m.a. um viðhald bíla. Sjóvá er öflugur stuðningur við Fjölsmiðjuna.
Deildarstjóri bíladeildar er með meistararéttindi í bifreiðasmíði.
Deildarstjóri er Gunnar Guðjónsson

Næstu skref

Hafa samband

Deildarstjóri
Gunnar Guðjónsson sími 8664663

Bilar@fjolsmidjan.is