Handverksdeild

Handverks- og pökkunardeildin tekur að sér fjölbreytt verkefni fyrir hina ýmsu aðila. Einnig fá nemar aðstoð og leiðbeiningar við handverk og búa til vörur sem eru til sölu hjá okkur.

Trésmíðadeild

Verk­efnin undan­farin ár hafa byggst á bretta­smíði og smíði á harð­viðar­kubbum fyrir Norður­ál á Grundar­tanga auk til­fall­andi smíða­vinnu eins og smíði á duft­kerjum fyrir aðila á höfuð­borgar­svæðinu.

Veitingadeild

Nemar Fjölsmiðjunnar sinna öllum störfum sem tilheyra veitingadeildinni.  Starfsmenn Fjölsmiðjunnar borða þar morgunverð og hádegisverð auk þess sem almenningur getur keypt máltíð og borðað í matsal Fjölsmiðjunnar alla daga nema föstudaga frá kl. 11.30-13.00.

Tæknideild

Fjölsmiðjan sérhæfir sig í móttöku á tölvubúnaði og úrvinnslu á þeim með sérstaka áherslu á endurnýtingu búnaðar. Hægt er að kaupa notaðan búnað eins og tölvur, skjái og viðeigandi snúrur og allskonar búnað á mjög svo viðráðanlegu verði. Oft eru góð tilboð á lagersölu Fjölsmiðjunnar á Facebook.

Bíladeild

Starfsfólk bíladeildarinnar sér meðal annars um þvott, bón og alhliða þrif á bifreiðum, og niðurrifi á ónýtum bílum. Við bjóðumst einnig til þess að djúphreinsa sæti og teppi, og skiptum út dekkjum ef þörf er á.

Fræðslu og lífsleiknideild

Einstaklingsmiðuð fræðsla í samráði við aðra starfsmenn Fjölsmiðjunnar með því að samþætta vinnuúrræði, fræðslu, sköpun, hreyfingu og lífsleikni.