Fjölsmiðjan

Sagan og áherslur.

Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Byggt er á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna, Vinnumálastofnun, framhaldsskólana, Ráðuneyti mennta- og menningarmála og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks.

Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun með það markmið að starfsrækja verkþjálfunar, framleiðslu- og- fræðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Sömuleiðis eiga 25 ára og eldri aðgang að Fjölsmiðjunni ef þeir hafa sérstaka þörf á því sviði.

Fjölsmiðjan hóf starfsemi sína árið 2001 og voru stofnaðilar Rauði kross Íslands, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Rauðikross Íslands hafði frumkvæði að undirbúningi Fjölsmiðjunnar með ÁsgeirJóhannesson formann Kópavogsdeildar Rauðakrossins í broddi fylkingar. Rauðikrossinn kynnti hugmyndirnar fyrir þáverandi félagsmálaráðherra Páli Péturssyni sem tók að sér að hafa forræði að athugun og undirbúningi málsins. Rauðikrossinn sá sig knúinn til að bregðast við ákveðnu ástandi. Formlega stofnað árið 2001.
Hugmyndin að Fjölsmiðjunni er fengin frá dönsku„Produktion“skólunum,sem Þorbjörn Jensson fyrsti forstöðumaður Fjölsmiðjunnar kynnti sér vel við upphaf starfseminnar. Reynsla Dana var sú að 80% þeirra sem komu í vinnusetrin fóru í skóla eða út á vinnumarkaðinn sem líklega er góður árangur.
„Hugmyndin er að vera með trésmíðadeild, garðyrkjudeild, járnsmíðadeild, skrifstofu og tölvudeild. Þá er ætlunin að vera með umönnunardeild og hússtjórnardeild þar sem m.a. verður kennd matreiðsla, saumaskapur og ýmislegt fleira, svo verður þjóðfélagsfræðsla og fræðsla um peninga…”Þetta skrifar Þorbjörn Jensson fyrrverandi forstöðumaður til 17 ára við upphaf Fjölsmiðjunnar árið 2001. Verkefnastjóri á undirbúningsstigi Fjölsmiðjunnar var Kristján Guðmundsson fyrrverandi félagsmála- og bæjarstjóri.
Í dag er Fjölsmiðjan rekin í megindráttum í sama anda.

Fjölsmiðjan leitast við að vera í góðum tengslum við vinnumarkaðinn og félagsleg úrræði og vera sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu. Fjölsmiðjan leggur áherslu á að þeir nemar sem hafa verið við störf í Fjölsmiðjunni fari þaðan sem sterkari einstaklingar, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkað.

Megin markmið okkar er að styrkja félagslega færni og efla einstaklinga í persónulegum vexti ásamt því að búa þeim í haginn til aukins skólanáms og þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði.

Starfsfólk

Sjá starfsfólk Fjölsmiðjunnar

Sækja um

Smelltu hér til að sækja um

Stjórn

Sjá stjórn Fjölsmiðjunnar

Hvað gerum við

Þjónustan okkar

Við sækjum verkefni m.a. til atvinnulífsins og stofnana.

Við erum af­skap­lega þakk­lát fyrir þau verk­efni sem við fáum. Það auð­veldar okkur að taka inn fleiri nema og styrkir starfið okkar þar sem við reynum að blanda saman vinnu­úrræðinu, fræðslu og sköpun, hreyf­ingu og lífs­leikni.

Við eigum viðskipti við fyrirtæki í öllum greinum. Hægt er að hafa samband við Sturlaug forstöðumann, Sturlaugur@fjolsmidjan.is og í síma 5444080 og 8960162. Og að sjálfsögðu deildarstjóra deilda.

Við tökum ótrúlegustu verkefni að okkur…..:). Endilega að prófa að hafa samband.

Fjölsmiðjan er viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili skv. Menntamálastofnun. Sem þýðir að nemar okkar hafa möguleika til að sækja námseiningar í ákveðnum fögum hér í Fjölsmiðjunni. Við starfrækjum 6 deildir í Fjölsmiðjunni í þeim tilgangi að efla virkni og fræðslu nema.

Næstu skref

Hafa samband

Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar
Sturlaugur Sturlaugsson
Sturlaugur@fjolsmidjan.is
Sími 5444080 eða í 8960162.

Náms- og starfsráðgjafi, staðgengill forstöðumanns

Heiða Kristín L. Harðardóttir

heida@fjolsmidjan.is

Sími 5444080.