Námstækni og tímastjórnun

Námstækni og tímastjórn er gríðarlega mikilvæg, sérstaklega fyrir námsmenn. Nauðsynlegt er að temja sér góðar venjur í þeim efnum alveg frá byrjun. Hér má finna ýmsan fróðleik og gagnlegt efni til að styðja sig við varðandi þessa þætti.

SMART markmiðasetning

Skynsamleg leið til að setja sér markmið!
Kynntu þér SMART markmiðasetningu hér!

LESTRAR- OG GLÓSUTÆKNI

Það er alltaf gott að kunna góða lestrar- og glósutækni. Hvernig er gagnlegast að lesa texta? Hvernig tekur maður glósur?

PRÓFKVÍÐI

Ef þú ert með prófkvíða þá er gott að kunna einhver ráð sem hjálpa þér við að draga úr honum.

UNDIRBÚNINGUR VEGNA PRÓFA

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir próf? Er einhver sérstök leið sem hentar mér betur en önnur? Hvað ætti helst að hafa í huga við prófaundirbúning? Hér má meðal annars finna ýmsar góðar leiðir til prófaundirbúnings!

TÍMASTJÓRNUN – VIKUSKIPULAG

Hér er áætlun fyrir vikuna sem hægt er nýta sér við skipulagningu. Einnig er hægt að nota ýmis öpp og rafræn dagatöl tengd tölvupósti o.fl.

Hægt er að finna margt gott og gagnlegt efni á netinu varðandi tímastjórnun.

Heildaryfirlit atburða

TÍMASTJÓRNUN – MÁNAÐARSKIPULAG

Mánaðarskipulag getur reynst vel til að hafa góða yfirsýn yfir atburði mánaðarins. Það getur nýst vel m.a. til þess að setja inn verkefnaskil, prófadaga, bíóferð, afmælisdaga o.s.frv. Einnig er hægt að nýta sér ýmis öpp, dagatöl o.fl. á rafrænu formi.