Ráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf
Í Fjölsmiðjunni starfa tveir náms- og starfsráðgjafar í fullu starfi, Fríða Elísa Ólafsdóttir og Hjördís B. Gestsdóttir. Fjölsmiðjan býður öllum skjólstæðingum sínum upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að ræða stefnu í námi og starfi. Meginmarkmið þjónustunnar er að efla vitund einstaklinga um styrkleika sína, viðhorf og áhuga þannig að það stuðli að frekari menntun og til að þeir geti notið sín í námi sem starfi. Nemar geta stundað nám samhliða starfi hjá Fjölsmiðjunni og fengið aðstoð og ráðgjöf við það á starfstíma ef þess er óskað. Ráðgjöfin nýtist öllum óháð aldri eða stöðu.
Sendu okkur póst eða kíktu við og við bókum tíma sem hentar: frida@fjolsmidjan.is eða hjordis@fjolsmidjan.is