Ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Í Fjölsmiðjunni starfar einn náms- og starfsráðgjafi í fullu starfi, Heiða Kristín L. Harðardóttir. Fjölsmiðjan býður öllum skjólstæðingum sínum upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa til að ræða stefnu í námi og starfi. Meginmarkmið þjónustunnar er að efla vitund einstaklinga um styrkleika sína, viðhorf og áhuga þannig að það stuðli að frekari menntun og til að þeir geti notið sín í námi sem starfi. Nemar geta stundað nám samhliða starfi hjá Fjölsmiðjunni og fengið aðstoð og ráðgjöf við það á starfstíma ef þess er óskað. Ráðgjöfin nýtist öllum óháð aldri eða stöðu.

Námsleiðir og störf

Þegar kemur að því að velja sér nám eða starf er mikilvægt að kynna sér vel allt það sem er í boði. Úr mörgu er að velja og því er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að fara yfir framboðið. Hér færð þú hagnýtar og góðar upplýsingar um fjölbreytt nám og störf á einn eða annan hátt.