Nú hefst loka vinnuvikan nr. 26 fyrir sumarfrí.
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonNú hefst loka vinnuvikan nr. 26 fyrir sumarfrí. Veitingasalan fyrir gesti verður opin mánudag 27. og þriðjudag 28. júní. Veitingadeildin þarf miðvikudaginn til að ganga frá og sama dag höldum við ársfund Fjölsmiðjunnar kl. 15.00.Á fimmtudaginn 30. júní förum við öll, nemar og starfsmenn, í sport ferð uppá Akranes, þar sem við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman.Þann 1. júlí nk. förum við svo í frí. Og nemar mæta aftur til okkar 9. ágúst.
Ársfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2021 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 15.00 í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi
/in Fréttir, Óflokkað /eftir Sturlaugur SturlaugssonÁrsfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 15.00 í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi.
Dagskrá :
– Skýrslu stjórnar flytur Ellen J. Calmon formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar
– Ársreikningar Fjölsmiðjunnar, Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður
– Tilnefningar í stjórn
– Að fjölga farsælum ákvörðunum í daglegu lífi – starfsmenn kynna starfssemina, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna.
– Kaffiveitingar í boði.
F.h. stjórnarinnar Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar
Fundi líklega lokið um 16.00- 16.30.
Gleðilegt ár
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonÍ ljósi aðstæðna þá neyðumst við til að seinka opnun Fjölsmiðjunnar árið 2022 til mánudagsins 10. jan. Nemar Fjölsmiðjunnar mæti að öllu óbreyttu til vinnu 10. jan. í stað 4. jan. eins og að var stefnt.
Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3ja ára.
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonArnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar staðfesti með undirritun sinni í vikunni að Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu væri nú orðin viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3 ja ára en ekki bara til eins árs í senn. Þannig að við getum haldið áfram að þróa okkur í þessa átt þ.e.a.s. að auka vægi fræðslunnar í starfseminni í takt við þörfina ( eftirspurn nema/einstaklinga ) hverju sinni. Takk fyrir ánægjulegt samstarf og stuðninginn Arnór forstjóri og annað starfsfólk Menntamálastofnunar….
Fulltrúar SSH í heimsókn.
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonÞað var ánægjulegt að fá fulltrúa Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í dag. Kynntu sér starfsemina og fengu úrvals “ brunch “ að hætti veitingadeildar í lokin. Takk innilega fyrir áhuga ykkar á Fjölsmiðjunni.
Samstarf við Sjóvá m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga.
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonNýlega undirrituðu Sjóvá og Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu samning um samstarf. Aðilar eru sammála því að þróa samstarfið m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga. Samstarfið fer afskaplega vel af stað og það er ánægjulegt og hvetjandi að finna fyrir velvilja og áhuga Sjóvá að styðja við starfsemi Fjölsmiðjunnar. Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs skrifaði undir samninginn fyrir hönd Sjóvá og Sturlaugur St. forstöðumaður fyrir hönd stjórnar Fjölsmiðjunnar.
Aðalfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2020.
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonAðalfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 24. júní í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi kl. 15.00.
Dagskrá :
- Skýrsla stjórnar
Ellen J. Calmon formaður
- Ársreikningur fyrir árið 2020.
Sturlaugur Sturlaugssson forstöðumaður
- Tilnefningar í stjórn Fjölsmiðjunnar
- Kaffiveitingar, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna og starfsemin kynnt.
Fjölsmiðjan fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda og frá VIRK – Starfsendurhæfingasjóðs.
/in Fréttir, Óflokkað /eftir Sturlaugur SturlaugssonVið í Fjölsmiðjunni fengum gleðifréttir í vikunni.
Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu styrk að fjárhæð 4.000.000 kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Íslenskukennsla og aðlögun að íslensku samfélagi.
Og þann 15. apríl s.l. ákvað framkvæmdastjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs að veita starfsemi Fjölsmiðjunnar styrk að upphæð kr. 3.000.000.
Við erum afskaplega þakklát. Takk fyrir stuðninginn….
Hertar sóttvarnarreglur hafa áhrif á starfsemi Fjölsmiðjunnar
/in Fréttir /eftir Sturlaugur SturlaugssonÍ ljósi nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi á miðnætti þá þurfum við að loka hefðbundinni starfsemi deilda frá og með morgundeginum 25. mars. Nemar mæta því ekki til vinnu á morgun fimmtudag. Stefnt er að því að nemar mæti aftur til vinnu miðvikudaginn 7. apríl. Nemar verða látnir vita ef það breytist.
Gleðilega páska….🙂
Um Fjölsmiðjuna
Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk. Markmiðið er að undirbúa nema Fjölsmiðjunnar fyrir frekara nám og/eða vinnu.
Áhersla er lögð á að styrkja félagslega færni og þroska námsgetu. Nemar sem hafa fengið þjálfun hjá Fjölsmiðjunni fara flestir í vinnu á almennum vinnumarkaði eða hefja nám.
Hvar erum við?
Fjölsmiðjan
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi
Sími: 544-4080 og 896-0162
fjolsmidjan@fjolsmidjan.is
Skrifstofutímar
Mán. – fim.: 8:00 – 15:30
Fös.: 8:00 – 14:00
Alltaf er hægt að hafa samband í síma 896-0162 (Sturlaugur) ef nauðsyn krefur.