Aðstoðarkokkur/matráður


Aðstoðarkokkur/matráður
Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu, Víkurhvarf 2 sem er virkniúrræði fyrir einstaklinga á aldrinum 16 – 24 ára vantar aðstoðarkokk sem fyrst. Starfshlutfallið getur verið samningsatriði en a.m.k. 50 %. Venjulegur vinnutími starfsmanna í Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu er frá 08.00-15.30 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 08.00-14.00, engin helgarvinna.

Hæfniskröfur og almennar upplýsingar.

Viðkomandi þarf helst að hafa lokið námi í matreiðslu, matráður eða matreiðslumaður og kunna íslensku. Kostur að hafa þokkalegan grunn í ensku og spænsku. Lögð er áhersla á góð mannleg samskipti.

Starfið felst m.a. í því að viðkomandi þarf að geta leyst matreiðslumeistara Fjölsmiðjunnar af og taka þátt í því að leiðbeina nemum Fjölsmiðjunnar við matargerð og við frágang/ undirbúning i veitingasal/eldhúsi Fjölsmiðjunnar og vera hvetjandi í daglegu starfi.

Nemar Fjölsmiðjunnar og starfsmenn fá morgun- og hádegismat 4 daga vikunnar og brunch á föstudögum. Hádegismatur er í boði fyrir utanaðkomandi gesti 4 daga vikunnar, alla virka daga nema föstudaga. Eldað er fyrir um 100 manns á degi hverjum.

Fjölsmiðjan er gefandi en krefjandi vinnustaður. Aðalhlutverk okkar er að undirbúa nemana fyrir nám og vinnu með áherslu á vellíðan þeirra.

Nánari upplýsingar má finna á fjolsmidjan.is og á facebook undir Fjölsmiðjan höfuðborgarsvæðinu sími 5444080, netfang hjá forstöðumanni er Sturlaugur@fjolsmidjan.is.

Heimsóknir – haust 2022

Nú hefst loka vinnuvikan nr. 26 fyrir sumarfrí.

Nú hefst loka vinnuvikan nr. 26 fyrir sumarfrí. Veitingasalan fyrir gesti verður opin mánudag 27. og þriðjudag 28. júní. Veitingadeildin þarf miðvikudaginn til að ganga frá og sama dag höldum við ársfund Fjölsmiðjunnar kl. 15.00.Á fimmtudaginn 30. júní förum við öll, nemar og starfsmenn, í sport ferð uppá Akranes, þar sem við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman.Þann 1. júlí nk. förum við svo í frí. Og nemar mæta aftur til okkar 9. ágúst.

Ársfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2021 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 15.00 í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi

Ársfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 15.00 í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi.

Dagskrá :

– Skýrslu stjórnar flytur Ellen J. Calmon formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar

– Ársreikningar Fjölsmiðjunnar, Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður

– Tilnefningar í stjórn

– Að fjölga farsælum ákvörðunum í daglegu lífi – starfsmenn kynna starfssemina, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna.

– Kaffiveitingar í boði.

F.h. stjórnarinnar Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar

Fundi líklega lokið um 16.00- 16.30.

Gleðilegt ár

Í ljósi aðstæðna þá neyðumst við til að seinka opnun Fjölsmiðjunnar árið 2022 til mánudagsins 10. jan. Nemar Fjölsmiðjunnar mæti að öllu óbreyttu til vinnu 10. jan. í stað 4. jan. eins og að var stefnt.

Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3ja ára.

Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar staðfesti með undirritun sinni í vikunni að Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu væri nú orðin viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3 ja ára en ekki bara til eins árs í senn. Þannig að við getum haldið áfram að þróa okkur í þessa átt þ.e.a.s. að auka vægi fræðslunnar í starfseminni í takt við þörfina ( eftirspurn nema/einstaklinga ) hverju sinni. Takk fyrir ánægjulegt samstarf og stuðninginn Arnór forstjóri og annað starfsfólk Menntamálastofnunar….🙂

Fulltrúar SSH í heimsókn.

Það var ánægjulegt að fá fulltrúa Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í dag. Kynntu sér starfsemina og fengu úrvals “ brunch “ að hætti veitingadeildar í lokin. Takk innilega fyrir áhuga ykkar á Fjölsmiðjunni.

Samstarf við Sjóvá m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga.

Nýlega undirrituðu Sjóvá og Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu samning um samstarf. Aðilar eru sammála því að þróa samstarfið m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga. Samstarfið fer afskaplega vel af stað og það er ánægjulegt og hvetjandi að finna fyrir velvilja og áhuga Sjóvá að styðja við starfsemi Fjölsmiðjunnar. Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs skrifaði undir samninginn fyrir hönd Sjóvá og Sturlaugur St. forstöðumaður fyrir hönd stjórnar Fjölsmiðjunnar.

Aðalfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2020.

Aðalfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 24. júní í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi kl. 15.00.

Dagskrá :

  • Skýrsla stjórnar

Ellen J. Calmon formaður

  • Ársreikningur fyrir árið 2020.

Sturlaugur Sturlaugssson forstöðumaður

  • Tilnefningar í stjórn Fjölsmiðjunnar
  • Kaffiveitingar, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna og starfsemin kynnt.

Fjölsmiðjan fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda og frá VIRK – Starfsendurhæfingasjóðs.

Við í Fjölsmiðjunni fengum gleðifréttir í vikunni.

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu styrk að fjárhæð 4.000.000 kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Íslenskukennsla og aðlögun að íslensku samfélagi.

Og þann 15. apríl s.l. ákvað framkvæmdastjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs að veita starfsemi Fjölsmiðjunnar styrk að upphæð kr. 3.000.000.

Við erum afskaplega þakklát. Takk fyrir stuðninginn….🙂