Ársfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2021 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 15.00 í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi

Ársfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2021 verður haldinn miðvikudaginn 29. júní nk. kl. 15.00 í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi.

Dagskrá :

– Skýrslu stjórnar flytur Ellen J. Calmon formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar

– Ársreikningar Fjölsmiðjunnar, Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður

– Tilnefningar í stjórn

– Að fjölga farsælum ákvörðunum í daglegu lífi – starfsmenn kynna starfssemina, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna.

– Kaffiveitingar í boði.

F.h. stjórnarinnar Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar

Fundi líklega lokið um 16.00- 16.30.

Fjölsmiðjan fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda og frá VIRK – Starfsendurhæfingasjóðs.

Við í Fjölsmiðjunni fengum gleðifréttir í vikunni.

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu styrk að fjárhæð 4.000.000 kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Íslenskukennsla og aðlögun að íslensku samfélagi.

Og þann 15. apríl s.l. ákvað framkvæmdastjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs að veita starfsemi Fjölsmiðjunnar styrk að upphæð kr. 3.000.000.

Við erum afskaplega þakklát. Takk fyrir stuðninginn….🙂

Samstarfssamningur við Upplýsingaþjónustu Reykjavíkur.

Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu, kt. 660601-2790 (Fjölsmiðjan) og Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur, kt. 530269-7609 (UTR) skrifuðu undir samstarfssamning í dag. Samkomulagið er liður í því að þróa tæknideild Fjölsmiðjunnar. Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar ( UTR ) veitir fjölbreytta þjónustu við notendur og starfseiningar þvert á svið borgarinnar og annast umfangsmikinn miðlægan rekstur tölvukerfa og viðhald fjölmargra upplýsingakerfa.

Samkomulagið er m.a. um búnað sem UTR. afhendir Fjölsmiðjunni og tengist ferlum sem snúa að förgun búnaðar eða endurnýtingu hans og verkefnavinnu. Við í Fjölsmiðjunni hlökkum til að takast á við þetta verkefni og þróa ennfrekar.