Við höfum fengið töluvert af heimsóknum í haust og um mánaðarmótin síðustu fengum við m.a. Ásmund Daða mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn ásamt föruneyti. Það var mjög ánægjulegt að fá ráðherrann í heimsókn til að fræðast um starfsemina og hitta nemana okkar.
Og þann 23. september hittust svo allar þrjár Fjölsmiðjur landsins og báru saman bækur sínar. Ein myndanna er af þeim hitting.