Aðstoðarkokkur/matráður


Aðstoðarkokkur/matráður
Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu, Víkurhvarf 2 sem er virkniúrræði fyrir einstaklinga á aldrinum 16 – 24 ára vantar aðstoðarkokk sem fyrst. Starfshlutfallið getur verið samningsatriði en a.m.k. 50 %. Venjulegur vinnutími starfsmanna í Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu er frá 08.00-15.30 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 08.00-14.00, engin helgarvinna.

Hæfniskröfur og almennar upplýsingar.

Viðkomandi þarf helst að hafa lokið námi í matreiðslu, matráður eða matreiðslumaður og kunna íslensku. Kostur að hafa þokkalegan grunn í ensku og spænsku. Lögð er áhersla á góð mannleg samskipti.

Starfið felst m.a. í því að viðkomandi þarf að geta leyst matreiðslumeistara Fjölsmiðjunnar af og taka þátt í því að leiðbeina nemum Fjölsmiðjunnar við matargerð og við frágang/ undirbúning i veitingasal/eldhúsi Fjölsmiðjunnar og vera hvetjandi í daglegu starfi.

Nemar Fjölsmiðjunnar og starfsmenn fá morgun- og hádegismat 4 daga vikunnar og brunch á föstudögum. Hádegismatur er í boði fyrir utanaðkomandi gesti 4 daga vikunnar, alla virka daga nema föstudaga. Eldað er fyrir um 100 manns á degi hverjum.

Fjölsmiðjan er gefandi en krefjandi vinnustaður. Aðalhlutverk okkar er að undirbúa nemana fyrir nám og vinnu með áherslu á vellíðan þeirra.

Nánari upplýsingar má finna á fjolsmidjan.is og á facebook undir Fjölsmiðjan höfuðborgarsvæðinu sími 5444080, netfang hjá forstöðumanni er Sturlaugur@fjolsmidjan.is.