Nemar mæta á ný til vinnu…..

Kæru nemar Fjölsmiðjunnar,
Það gleður okkur að tilkynna að nú ætlum við að byrja aftur starfsemina í næstu viku.
Þið mætið því aftur til starfa mánudaginn 26. október kl. 8:30 eða á öðrum umsömdum tíma.
Við viljum minna á mikilvægi þess að fara eftir og viðhalda settum sóttvarnarreglum þ.e.
– Handþvottur m/sápu
– Spritta hendur
– Nota andlitsgrímu
– Tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga
– Halda sig heima ef t.d. kvefeinkenni eða slappleiki er til staðar.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef eitthvað þarf að ræða í síma 544-4080 og 896-0162 ( Sturlaugur )

Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Starfsfólk Fjölsmiðjunnar