Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu fær styrk.

Efnismiðlun Góða hirðisins óskaði eftir að viðskiptavinir hennar myndu tilnefna verkefni til styrkveitingar. Fjölsmiðjan fékk tilnefningu frá Stefaníu H. Sigurðardóttur og við sendum inn gögn í framhaldi af því til Sorpu um verkefni sem unnið er að á tæknideild Fjölsmiðjunnar undir stjórn Ásbjörns Elíasar Torfasonar deildarstjóra.
Sorpa var að leitast eftir að styrkja verkefni sem tengist á einhvern hátt hringrásarhagkerfinu eða bættri nýtingu á hlutum með endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu.
Styrkurinn á að nýtast í ákveðið verkefni sem hefur vel skilgreint upphaf og endi.

Takk fyrir frumkvæðið og óbeinan stuðning Stefanía og takk fyrir 500 þ.kr. stuðninginn Sorpa. Fjölsmiðjan vill stuðla að bættri nýtingu á hlutum með endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu.