Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili

Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu er nú formlega þann 7. Sept árið 2020 orðin Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til eins árs af hálfu Menntamálastofnunar.

Þessi niðurstaða verður vonandi til þess að efla okkur í því að undirbúa nemana fyrir nám og vinnu, auka gæðin á starfseminni og bæta vellíðan nema og starfsmanna. Og nemarnir okkar fá nú tækifæri til að vinna sér inn námseiningar í ákveðnum fögum fyrir veru sína í Fjölsmiðjunni.

Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni sem án efa verður krefjandi en skapar um leið tækifæri.

Vonandi auðveldar þetta okkur líka til að sækja aukið fjármagn í reksturinn þar sem þetta verkefni mun kalla á meiri skuldbindingar á margan hátt. En fyrst og fremst auðvelda okkur að auka gæðin á starfseminni og þar með lífsgæði nema.