Entries by Sturlaugur Sturlaugsson

Aðalfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2020.

Aðalfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 24. júní í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi kl. 15.00. Dagskrá : Skýrsla stjórnar Ellen J. Calmon formaður Ársreikningur fyrir árið 2020. Sturlaugur Sturlaugssson forstöðumaður Tilnefningar í stjórn Fjölsmiðjunnar Kaffiveitingar, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna og starfsemin kynnt.

Fjölsmiðjan fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda og frá VIRK – Starfsendurhæfingasjóðs.

Við í Fjölsmiðjunni fengum gleðifréttir í vikunni. Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu styrk að fjárhæð 4.000.000 kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Íslenskukennsla og aðlögun að íslensku samfélagi. Og þann 15. apríl s.l. ákvað framkvæmdastjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs að veita starfsemi Fjölsmiðjunnar styrk að upphæð kr. 3.000.000. Við erum afskaplega […]

Hertar sóttvarnarreglur hafa áhrif á starfsemi Fjölsmiðjunnar

Í ljósi nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi á miðnætti þá þurfum við að loka hefðbundinni starfsemi deilda frá og með morgundeginum 25. mars. Nemar mæta því ekki til vinnu á morgun fimmtudag. Stefnt er að því að nemar mæti aftur til vinnu miðvikudaginn 7. apríl. Nemar verða látnir vita ef það breytist.Gleðilega páska….🙂

Ásgeir Jóhannesson frumkvöðull.

Eins og áður hefur komið fram þá var það Rauðikrossinn sem átti frumkvæðið að stofnun Fjölsmiðjunnar á sínum tíma. Það var ánægjulegt að fá einn aðal hvatamanninn að stofnun Fjölsmiðjunnar í heimsókn á 20 ára afmælisdeginum 15. mars og fyrsta formann stjórnar Fjölsmiðjunnar þ.e. Ásgeir Jóhannesson. Hann fræddi okkur m.a. um aðdraganda að stofnun Fjölsmiðjunnar. […]

Um þessar mundir eru 20 ár frá stofnun Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölsmiðjan hóf starfsemi sína árið 2001 og formlegur stofndagur er 15. mars. Stofnaðilar voru Rauði kross Íslands, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Rauðikross Íslands hafði frumkvæði að undirbúningi Fjölsmiðjunnar með Ásgeir Jóhannesson formann Kópavogsdeildar Rauðakrossins í broddi fylkingar. Rauðikrossinn kynnti hugmyndirnar fyrir þáverandi félagsmálaráðherra Páli Péturssyni sem tók að sér að hafa forræði að […]

Ánægjulegur stuðningur við Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.

Með samstöðu stjórnar Fjölsmiðjunnar, starfsmanna, nemanna og bakhjarla Fjölsmiðjunnar, þ.e. VMST, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Menntamálaráðuneytinu, Félagsmálaráðuneytinu tókst að halda rekstri Fjölsmiðjunnar rétti meginn við núllið á árinu 2020. Það var líka ánægjulegt að Fjölsmiðjan fékk þá viðurkenningu frá Menntamálastofnun að verða viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili þ. 7. sept. síðast liðinn sem auðveldar okkur að bjóða […]

Samstarfsamningur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu við framhaldsskóla um einingabært nám.

Í dag föstudaginn 15. janúar var samstarfssamningur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarholtsskóla, Fjölbrautarskólans við Ármúla, Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Tækniskólans undirritaður í húsnæði Fjölsmiðjunnar, Víkurhvarfi 2 Kópavogi.Undir samstarfssamninginn rituðu Ellen Calmon forman stjórnar Fjölsmiðjunnar, Hjördís Bára Gestsdóttir verkefnisstýra Fjölsmiðjunnar, Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla, Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti […]

Takk Elko fyrir tvær nýjar fartölvur að gjöf.

Takk Elko fyrir jólagjöfina í ár….. Fjölsmiðjan fékk tvær nýjar fartölvur frá Elko að gjöf sem ætlaðar eru fyrir fræðsludeild Fjölsmiðjunnar sem við erum að byggja upp hægt og rólega. Hjördís og Fríða kennarar og náms- og starfsráðgjafar voru því miður ekki á staðnum til að taka á móti jólasveinunum frá Elko. Nemar Fjölsmiðjunnar munu […]

Stofnun Hollvinafélags Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kæru vinir og stuðningsmenn Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun sem sinnir því mikilvæga hlutverki að veita félagsleg úrræði fyrir ungt fólk, þar sem blandað er saman vinnuúrræði, fræðslu, sköpun, lífsleikni og hreyfingu. Við styðjumst m.a. við Fimm leiðir að vellíðan skv. leiðbeiningum frá Landlækni.Nú leitum við að áhugasömu fólki til að koma að stofnun Hollvinafélags […]

Velferðarsjóður barna styður Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn Velferðarsjóðs barna samþykkti á fundi sínum í gær þann 12. nóv. 2020 að veita Fjölsmiðjunni kr. 1.000.000 í styrk. Hann er hugsaður m.a. sem stuðningur við aukið fræðslustarf Fjölsmiðjunnar fyrir aldurshópinn 16- 18 ára.Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu hlaut nýverið viðurkenningu sem viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili frá Menntamálastofnun. Framlag Velferðarsjóðs barna er því mjög mikilvægt fyrir nema og […]