Entries by Sturlaugur Sturlaugsson

Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3ja ára.

Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar staðfesti með undirritun sinni í vikunni að Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu væri nú orðin viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3 ja ára en ekki bara til eins árs í senn. Þannig að við getum haldið áfram að þróa okkur í þessa átt þ.e.a.s. að auka vægi fræðslunnar í starfseminni í takt við þörfina […]

Fulltrúar SSH í heimsókn.

Það var ánægjulegt að fá fulltrúa Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í dag. Kynntu sér starfsemina og fengu úrvals “ brunch “ að hætti veitingadeildar í lokin. Takk innilega fyrir áhuga ykkar á Fjölsmiðjunni.

Samstarf við Sjóvá m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga.

Nýlega undirrituðu Sjóvá og Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu samning um samstarf. Aðilar eru sammála því að þróa samstarfið m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga. Samstarfið fer afskaplega vel af stað og það er ánægjulegt og hvetjandi að finna fyrir velvilja og áhuga Sjóvá að styðja við starfsemi Fjölsmiðjunnar. Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs […]

Aðalfundur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2020.

Aðalfundur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 24. júní í Fjölsmiðjunni Víkurhvarfi 2 Kópavogi kl. 15.00. Dagskrá : Skýrsla stjórnar Ellen J. Calmon formaður Ársreikningur fyrir árið 2020. Sturlaugur Sturlaugssson forstöðumaður Tilnefningar í stjórn Fjölsmiðjunnar Kaffiveitingar, skoðunarferð um Fjölsmiðjuna og starfsemin kynnt.

Fjölsmiðjan fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda og frá VIRK – Starfsendurhæfingasjóðs.

Við í Fjölsmiðjunni fengum gleðifréttir í vikunni. Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu styrk að fjárhæð 4.000.000 kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Íslenskukennsla og aðlögun að íslensku samfélagi. Og þann 15. apríl s.l. ákvað framkvæmdastjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs að veita starfsemi Fjölsmiðjunnar styrk að upphæð kr. 3.000.000. Við erum afskaplega […]

Hertar sóttvarnarreglur hafa áhrif á starfsemi Fjölsmiðjunnar

Í ljósi nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi á miðnætti þá þurfum við að loka hefðbundinni starfsemi deilda frá og með morgundeginum 25. mars. Nemar mæta því ekki til vinnu á morgun fimmtudag. Stefnt er að því að nemar mæti aftur til vinnu miðvikudaginn 7. apríl. Nemar verða látnir vita ef það breytist.Gleðilega páska….🙂

Ásgeir Jóhannesson frumkvöðull.

Eins og áður hefur komið fram þá var það Rauðikrossinn sem átti frumkvæðið að stofnun Fjölsmiðjunnar á sínum tíma. Það var ánægjulegt að fá einn aðal hvatamanninn að stofnun Fjölsmiðjunnar í heimsókn á 20 ára afmælisdeginum 15. mars og fyrsta formann stjórnar Fjölsmiðjunnar þ.e. Ásgeir Jóhannesson. Hann fræddi okkur m.a. um aðdraganda að stofnun Fjölsmiðjunnar. […]

Um þessar mundir eru 20 ár frá stofnun Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölsmiðjan hóf starfsemi sína árið 2001 og formlegur stofndagur er 15. mars. Stofnaðilar voru Rauði kross Íslands, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Rauðikross Íslands hafði frumkvæði að undirbúningi Fjölsmiðjunnar með Ásgeir Jóhannesson formann Kópavogsdeildar Rauðakrossins í broddi fylkingar. Rauðikrossinn kynnti hugmyndirnar fyrir þáverandi félagsmálaráðherra Páli Péturssyni sem tók að sér að hafa forræði að […]

Ánægjulegur stuðningur við Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.

Með samstöðu stjórnar Fjölsmiðjunnar, starfsmanna, nemanna og bakhjarla Fjölsmiðjunnar, þ.e. VMST, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Menntamálaráðuneytinu, Félagsmálaráðuneytinu tókst að halda rekstri Fjölsmiðjunnar rétti meginn við núllið á árinu 2020. Það var líka ánægjulegt að Fjölsmiðjan fékk þá viðurkenningu frá Menntamálastofnun að verða viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili þ. 7. sept. síðast liðinn sem auðveldar okkur að bjóða […]

Samstarfsamningur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu við framhaldsskóla um einingabært nám.

Í dag föstudaginn 15. janúar var samstarfssamningur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, Borgarholtsskóla, Fjölbrautarskólans við Ármúla, Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Tækniskólans undirritaður í húsnæði Fjölsmiðjunnar, Víkurhvarfi 2 Kópavogi.Undir samstarfssamninginn rituðu Ellen Calmon forman stjórnar Fjölsmiðjunnar, Hjördís Bára Gestsdóttir verkefnisstýra Fjölsmiðjunnar, Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla, Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti […]