Ánægjulegur stuðningur við Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.


Með samstöðu stjórnar Fjölsmiðjunnar, starfsmanna, nemanna og bakhjarla Fjölsmiðjunnar, þ.e. VMST, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Menntamálaráðuneytinu, Félagsmálaráðuneytinu tókst að halda rekstri Fjölsmiðjunnar rétti meginn við núllið á árinu 2020.


Það var líka ánægjulegt að Fjölsmiðjan fékk þá viðurkenningu frá Menntamálastofnun að verða viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili þ. 7. sept. síðast liðinn sem auðveldar okkur að bjóða nemum námseiningar fyrir veru sína í Fjölsmiðjunni með áframhaldandi nám í huga.


Nemar Fjölsmiðjunnar hafa fullt fram að færa í íslensku samfélagi með lífsreynslu sinni og hæfileikum en þurfa hvatningu til að uppgötva styrkleika sína og efla virkni til vinnu og náms.


Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun og er rekin með um 75% fjármögnun frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Menntamálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. Um 25% fjármögnunar þarf að vera sjálfsaflafé sem aflað er með sölu á varningi og þjónustu sem unnin er í ólíkum deildum Fjölsmiðjunnar. Við tökum fjölbreytt verkefni að okkur og fögnum þeim.


Til allrar hamingju komu bakhjarlar Fjölsmiðjunnar til móts við Fjölsmiðjuna á síðasta ári með einskonar
“ Covid” framlagi.

Rekstrartekjur á árinu 2020 reyndust 164.7 m.kr. á móti rekstrargjöldum 159.8 m.kr., rekstrarafgangur var því uppá 4.9 m.kr.

Verkefnastaða og tekjumöguleikar Fjölsmiðjunnar sveiflast í takt við aðstæður í atvinnulífinu. Aðstæður í dag eru afar neikvæðar fyrir rekstur eins og Fjölsmiðjuna, sbr. veitingadeildin hefur verið lokuð meira og minna allt síðasta ár fyrir utanaðkomandi gestum.


En þörfin fyrir úrræði Fjölsmiðjunnar hefur sjaldan verið meiri.


Takk fyrir samstöðuna og stuðninginn á síðasta ári. Krefjandi verkefni blasa við okkur á nýju ári 2021.