Um þessar mundir eru 20 ár frá stofnun Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fjölsmiðjan hóf starfsemi sína árið 2001 og formlegur stofndagur er 15. mars. Stofnaðilar voru Rauði kross Íslands, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Rauðikross Íslands hafði frumkvæði að undirbúningi Fjölsmiðjunnar með Ásgeir Jóhannesson formann Kópavogsdeildar Rauðakrossins í broddi fylkingar. Rauðikrossinn kynnti hugmyndirnar fyrir þáverandi félagsmálaráðherra Páli Péturssyni sem tók að sér að hafa forræði að […]