Viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3ja ára.
Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar staðfesti með undirritun sinni í vikunni að Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu væri nú orðin viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili til næstu 3 ja ára en ekki bara til eins árs í senn. Þannig að við getum haldið áfram að þróa okkur í þessa átt þ.e.a.s. að auka vægi fræðslunnar í starfseminni í takt við þörfina ( eftirspurn nema/einstaklinga ) hverju sinni. Takk fyrir ánægjulegt samstarf og stuðninginn Arnór forstjóri og annað starfsfólk Menntamálastofnunar….