Fjölsmiðjan fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda og frá VIRK – Starfsendurhæfingasjóðs.
Við í Fjölsmiðjunni fengum gleðifréttir í vikunni.
Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu styrk að fjárhæð 4.000.000 kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála vegna verkefnisins Íslenskukennsla og aðlögun að íslensku samfélagi.
Og þann 15. apríl s.l. ákvað framkvæmdastjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs að veita starfsemi Fjölsmiðjunnar styrk að upphæð kr. 3.000.000.
Við erum afskaplega þakklát. Takk fyrir stuðninginn….