Velferðarsjóður barna styður Fjölsmiðjuna á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn Velferðarsjóðs barna samþykkti á fundi sínum í gær þann 12. nóv. 2020 að veita Fjölsmiðjunni kr. 1.000.000 í styrk. Hann er hugsaður m.a. sem stuðningur við aukið fræðslustarf Fjölsmiðjunnar fyrir aldurshópinn 16- 18 ára.
Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu hlaut nýverið viðurkenningu sem viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili frá Menntamálastofnun. Framlag Velferðarsjóðs barna er því mjög mikilvægt fyrir nema og starfsmenn Fjölsmiðjunnar. Við erum afskaplega þakklát….:)