Stofnun Hollvinafélags Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Kæru vinir og stuðningsmenn Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun sem sinnir því mikilvæga hlutverki að veita félagsleg úrræði fyrir ungt fólk, þar sem blandað er saman vinnuúrræði, fræðslu, sköpun, lífsleikni og hreyfingu. Við styðjumst m.a. við Fimm leiðir að vellíðan skv. leiðbeiningum frá Landlækni.
Nú leitum við að áhugasömu fólki til að koma að stofnun Hollvinafélags Fjölsmiðjunnar. Það væri afskaplega gott að vita af hópi stuðningsmanna sem hefði það hlutverk að styðja við starfsemi Fjölsmiðjunnar á ýmsan hátt, oft er þörf en nú er nauðsyn.
Þegar samdráttur verður í atvinnulífinu og atvinnuleysi eykst eins og nú þá verður erfiðara að fá verkefni fyrir nemana og fjármagn fyrir starfsemina. En á sama tíma er aldrei meiri þörf fyrir úrræði Fjölsmiðjunnar.
Við viljum efla bakland Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir einstaklingar geta haft samband við Sturlaug forstöðumann, sturlaugur@fjolsmidjan.is eða í síma 5444080/ 8960162.
Með bestu kveðju,
Sturlaugur