Samstarf við Sjóvá m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga.
Nýlega undirrituðu Sjóvá og Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu samning um samstarf. Aðilar eru sammála því að þróa samstarfið m.a. með fræðslu, forvarnir og samfélagslega ábyrgð í huga. Samstarfið fer afskaplega vel af stað og það er ánægjulegt og hvetjandi að finna fyrir velvilja og áhuga Sjóvá að styðja við starfsemi Fjölsmiðjunnar. Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs skrifaði undir samninginn fyrir hönd Sjóvá og Sturlaugur St. forstöðumaður fyrir hönd stjórnar Fjölsmiðjunnar.