Ásgeir Jóhannesson frumkvöðull.


Eins og áður hefur komið fram þá var það Rauðikrossinn sem átti frumkvæðið að stofnun Fjölsmiðjunnar á sínum tíma.


Það var ánægjulegt að fá einn aðal hvatamanninn að stofnun Fjölsmiðjunnar í heimsókn á 20 ára afmælisdeginum 15. mars og fyrsta formann stjórnar Fjölsmiðjunnar þ.e. Ásgeir Jóhannesson.


Hann fræddi okkur m.a. um aðdraganda að stofnun Fjölsmiðjunnar. Nafnið var keypt af fyrirtæki úti í bæ sem var í raun hætt starfsemi, fyrir 10 þ.kr. Nafnið Fjölsmiðjan á að tákna það sem margt er í boði.


Upplýsingar um brottfall úr skóla voru víst ekki svo opinberar á þessum árum og það þurfti aðstoð Hagstofunnar til að finna það út að brottfall úr skólum fyrir rúmum 20 árum síðan var um 40%.

Þessar staðreyndir ýttu m.a. undir stofnun Fjölsmiðjunnar.

Rauðikrossinn leitaði eftir hugmyndum að úrræði fyrir aldurshópinn 16- 24 ára og það var ekki fyrr en árið 1997 að Ásgeir er í einkaerindum á ferðalagi í Köben og nýtti ferðina og kynnti sér m.a. kvennasmiðju með Rauðakrossinn í huga.
Þegar hann er að yfirgefa smiðjuna þá rekst hann á bækling um “Produktion“ skóla í Danmörku sem hann hreifst af sem varð svo fyrirmyndin að stofnun Fjölsmiðjunnar fjórum árum seinna.


Takk fyrir frumkvæðið og eldmóðinn Ásgeir Jóhannesson og annað hugsjónafólk sem stuðlaði að stofnun Fjölsmiðjunnar. Kristján Guðmundsson fyrrverandi félagsmálastjóri og bæjarstjóri Kópavogs var síðan ráðinn verkefnastjóri á undirbúningsstigi Fjölsmiðjunnar. Þorbjörn Jensson fyrrverandi forstöðumaður hennar leiddi svo starfsemina samfellt í 17 farsæl ár. Myndin er af Ásgeiri J. þegar hann heimsótti Fjölsmiðjuna og borðaði með okkur í gær í tilefni dagsins. Hann er 90 ára á þessu ári.