Samstarfssamningur við Upplýsingaþjónustu Reykjavíkur.
Fjölsmiðjan á höfuðborgarsvæðinu, kt. 660601-2790 (Fjölsmiðjan) og Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur, kt. 530269-7609 (UTR) skrifuðu undir samstarfssamning í dag. Samkomulagið er liður í því að þróa tæknideild Fjölsmiðjunnar. Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar ( UTR ) veitir fjölbreytta þjónustu við notendur og starfseiningar þvert á svið borgarinnar og annast umfangsmikinn miðlægan rekstur tölvukerfa og viðhald fjölmargra upplýsingakerfa.
Samkomulagið er m.a. um búnað sem UTR. afhendir Fjölsmiðjunni og tengist ferlum sem snúa að förgun búnaðar eða endurnýtingu hans og verkefnavinnu. Við í Fjölsmiðjunni hlökkum til að takast á við þetta verkefni og þróa ennfrekar.