Ekki hika
Sækja um
Hægt er að panta tíma til að kynnast starfsemi Fjölsmiðjunnar. En til þess að komast inní Fjölsmiðjuna þá þarf að sækja um slíkt m.a. í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaganna ( t.d. þjónustumiðstöð hverfisins ) eða VMST ( Vinnumálastofnun ). Allir nemar sem sækja um í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaganna hafa möguleika á þjálfunarstyrk við störf í Fjölsmiðjunni.
Til að sækja um þá þarf að fylla út eftirfarandi form. Við setjum okkur síðan í samband við þig með símtali eða tölvupósti til staðfestingar. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 544 4080.
Fjölsmiðjan
Um okkur
Fjölsmiðjan er vinnu-, framleiðslu og fræðslusetur fyrir ungt fólk. Markmið okkar er m.a. að þjálfa nema Fjölsmiðjunnar þannig að þeir verði hæfari á vinnumarkaði og tilbúinn í frekara nám. Áhersla er lögð á að styrkja félagslega færni og þroska námsgetu.
Nemar sem hafa fengið þjálfun í Fjölsmiðjunni fara flestir í vinnu á almennum vinnumarkaði eða hefja frekara nám. Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er á félagslegum úrræðum fyrir ungt fólk. Byggt er á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna, Vinnumálastofnun, skólana og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks.
Undirstaðan
Samningur við Fjölsmiðjuna
Ágæti umsækjandi, velkominn í Fjölsmiðjuna!
Fjölsmiðjan er fyrst og fremst vinnu- og þjálfunarstaður þar sem öllum sem þangað leita er gefið tækifæri til að efla sig og stuðla að eigin vellíðan í öruggu og þægilegu starfsumhverfi þar sem hver og einn fær sín notið á eigin forsendum. Þó ber að hafa í huga að starfsmenn/nemar Fjölsmiðjunnar þurfa að standa við skuldbindingar sínar sem tengjast verkefnum og störfum innan deilda þar sem vinnuframlag og jákvætt viðhorf skiptir öllu máli. Samningar hafa verið gerðir við fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki þar sem okkur hefur verið treyst fyrir verkefnum sem okkur ber að skila af okkur á tilsettum tíma og því þarf að standa skil á. Með samvinnu og vinnusemi náum við þessum markmiðum okkar.
Hér í Fjölsmiðjunni hefst ákveðinn undirbúningur einstaklinga til þátttöku á almenna vinnumarkaðinum og/eða áframhaldandi skólagöngu. Hægt er að stunda nám (1 – 3 fög) samhliða störfum í Fjölsmiðjunni með samkomulagi viðkomandi skóla.
Allir hafa kost á að efla sjálfa sig í námi og starfi innan Fjölsmiðjunnar og starfsmenn hennar taka fullan þátt í því með jákvæðri samvinnu, hvatningu og stuðning við hvern og einn. Það er undir sjálfum þér komið hvernig þú nýtir þér það á sem farsælasta veg.
Vinnutími og verkþjálfunarnámsstyrkur: Einstaklingar 16-18 ára vinna 6,5 klst mánu.- til fimmtudaga og 5 tíma á föstudögum fá greiddar samtals 6.259 kr. fyrir daginn. Einstaklingar 18 ára og eldri vinna 6,5 klst. mánu.- til fimmtudaga og 5 tíma á föstudögum fá greiddar samtals 8.528 kr. fyrir daginn. (Tölur 2019).
Vinnutími mánudaga til fimmtudaga er frá kl. 8:30 – 15:00 og föstudaga 8:30 – 14:00. Vinnutími getur verið breytilegur í einstaka tilfellum og tengist það þá skólasókn viðkomandi eða öðrum uppbyggilegum þáttum. Alltaf skal tilkynna forföll fyrir kl. 9:00 á morgnana dag hvern!
Morgunkaffi er mánu.- fimmtudaga frá kl. 9:30- 10:00 og hádegismatur er kl. 12:30 – 13:00 og Brunch á föstudögum kl. 10:00. Matarkostnaður nema/starfsmanns er 900 kr. pr. dag og er dregið af mánaðarlegum styrk viðkomandi.
Gerð er krafa um að allir stimpli sig inn í byrjun dags og út í lok dags (nota kennitölu), þannig er fylgst með mætingu og til að auðvelda launaútreikninga.
Fimm leiðir að vellíðan og Framfaraskráning– Til hvatningar og ábendingar þá eru ákveðnir þættir metnir hálfs mánaðarlega til að fylgjast með framförum og viðkomandi (þér) veittar upplýsingar um niðurstöðuna á stuttum fundi. Það sem metið er byggir á þáttum sem stuðla að aukinni vellíðan og staðfest hefur verið með rannsóknum að svo sé.
Almennir þættir sem við viljum m.a. leggja áherslu á :
- Góð almenn mannleg samskipti :
- Mynda tengsl á uppbyggjandi hátt með virðingu fyrir hvert öðru.
- Sýna umhyggju og samúð.
- Vera jákvæður og tillitssamur
- Lausnamiðaður (t.d. vilji til að leita lausna í samskiptum eða tengt vinnuaðferðum)
- Þolinmæði og þrautsegja
- Sýna frumkvæði t.d. koma með jákvæðar ábendingar til Fjölsmiðjunnar
- Dugleg/ur að spyrja og afla sér upplýsinga
- Aðstoða/leiðbeina öðrum ef þörf er
- Taka eftir…halda í forvitnina og vera í núinu (njóta augnabliksins).
- Sýna vilja til að læra…og prófa að fara út fyrir þægindarammann sinn (veitir mikla ánægju ef slíkt tekst)
- Gefa af þér….sýna þakklæti, brosa, gefa öðrum af þínum tíma.
- Stunda hreyfingu sem þú hefur ánægju af, utan hefðbundins vinnutíma, styrkir líkama og sál.
Aðrir þættir :
- Notkun áfengis- og vímuefna er bönnuð í Fjölsmiðjunni. Notkun slíkra efna, samkvæmt rannsóknum eykur m.a. kvíða, þunglyndi og dregur úr lífsins virkni.
- Góð umgengni og gagnkvæm virðing verði í fyrirrúm.
- Rifjaðu upp daglega með sjálfum þér styrkleika þína. Vertu ekki of dómharður í eigin garð, gefðu sjálfum þér tækifæri til að eflast.
- Vinsamlega að láta vita af þér og skýringar með ef þú ekki mætir í Fjölsmiðjuna til vinnu.
Gott lífsviðhorf :
„Hamingja er heilbrigt viðhorf, þakklátur andi, hrein samviska og hjarta fullt af kærleika“
(Tilvitnun í Karl Sigurbjörnsson).
Aðalsími Fjölsmiðjunnar: 544-4080
Forstöðumaður: Sturlaugur Sturlaugsson s. 896-0162
Náms- og starfsráðgjafi: Heiða Kristín L. Harðardóttir s. 571-2781
Ég hef lesið, skilið og samþykkt upplýsingar þessa samnings