Nám

Stuðningur við nema

Í Fjölsmiðjunni er nemum boðið að stunda nám á 1. þrepi í nokkrum greinum samhliða störfum inni á deildum. Við bjóðum m.a. upp á grunnnám í íslensku, stærðfræði, ensku, lífsleikni og náms- og starfsfræðslu. Námið samsvarar námi á framhaldsskólabraut (nemendur hafa ekki náð lágmarksárangri á grunnskólaprófum í kjarnagreinum).

Náminu er fyrst og fremst ætlað að koma til móts við nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á námsbrautir framhaldsskólanna í landinu. Megin markmið námsins er að efla almenna þekkingu, hæfni og leikni nemenda og undirbúa þá til virkari þátttöku í lýðræðislegu samfélagi nútímans og fyrir áframhaldandi nám.

Íslenska

D á grunnskólaprófi

Upprifjun og undirbúningur

Námsgreinin er ætlaður til upprifjunar og undirbúnings fyrir aðra íslenskuáfanga. Farið er í helstu efnisatriði sem nemendur þurfa og eiga að ná tökum á áður en lengra er haldið. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði og málnotkun, stafsetningu, ritun, bókmenntum og tjáningu.

C/C+ á grunnskólaprófi

Grunnur

Þjálfun í lestri bókmennta og nytjatexta ásamt upprifjun helstu hugtaka málfræðinnar. Lærð eru undirstöðuatriði ritgerðasmíðar og frágang texta í ritvinnsluforriti. Farið er yfir helstu stafsetningareglur og þjálfun í að nota leiðréttingaforrit.

Stærðfræði

D á grunnskólaprófi

Upprifjun og undirbúningur

Markmið er að efla þekkingu nemenda á undirstöðu reikniaðgerða: samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu ásamt forgangsröðun reikniaðgerða.

C/C+ á grunnskólaprófi

Grunnur

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdarfærslu og lausnum verkefna og þrauta.

Enska er ekki kennd eins og er.

D á grunnskólaprófi

Upprifjun og undirbúningur

Unnið er með grundvallarþætti enskunnar og áhersla lögð á að kenna málfræði og orðaforða með því að lesa, tala, skrifa og hlusta. Leitast er við að kenna nemendum að læra og reynt er að kveikja áhuga þeirra og metnað fyrir náminu.

C/C+ á grunnskólaprófi

Grunnur

Stefnt er að aukinni hæfni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun. Áhersla er lögð á aukinn orðaforða, málfræði og skilning. Viðfangsefni eru m.a. tengt daglegu lífi, frítíma, ferðalögum og liðnum atburðum.

Lífsleikni

Félagsþroski, tjáning, menntun og atvinna

Nemendur fá kynningu á þeim fjölmörgu leiðum sem í boði eru hvað varðar menntun og atvinnumöguleikum í landinu. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist sjálfum sér betur, styrkleikum, tilfinningum, lífsháttum, gildismati og framtíðarsýn. Fjallað er um lýðræði og borgaralega vitund, þátttöku á vinnumarkaði og í mótun samfélagsins, menningu og fjölmenningu, umhverfi, náttúru og sjálfbærni.

Fjármálalæsi

Unnið er að því að gera nemendur meðvitaða um fjármál, peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi. Farið er í laun, frádrátt og hvert hann fer, rekstur heimilis og bíls, notkun greiðslukorta, gengi og gjaldeyri og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar sem nemendur þurfa að takast á hendur. Einnig verður farið í heimilisbókhald og mikilvægi þess að halda utan um tekjur og gjöld.

Sjálfsstyrking

Rætt er um mikilvægi trúar á eigin getu, áhersla lögð á styrkleika hvers og eins, áhugahvöt, þekkingu, áhuga og leikni. Nemendur fá þjálfun í að setja sér skammtíma og langtíma markmið o.fl.

Náms- og starfsfræðsla

Félagsþroski, tjáning, menntun og atvinna

Farið er í námstækni (glósu- og lestrartækni m.a.) tímastjórnun, gerð ferilskráa, kynningarbréfa og undirbúning atvinnuviðtala ásamt fleiru. Skoðaðir eru fræðsluvefir sem innihalda upplýsingar um nám og störf og unnin ýmis verkefni tengd því efni.