Nám
Stuðningur við nema
Í Fjölsmiðjunni er nemum boðið að stunda nám á 1. þrepi í nokkrum greinum samhliða störfum inni á deildum. Við bjóðum m.a. upp á grunnnám í íslensku, stærðfræði, ensku, lífsleikni og náms- og starfsfræðslu. Námið samsvarar námi á framhaldsskólabraut (nemendur hafa ekki náð lágmarksárangri á grunnskólaprófum í kjarnagreinum).
Náminu er fyrst og fremst ætlað að koma til móts við nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á námsbrautir framhaldsskólanna í landinu. Megin markmið námsins er að efla almenna þekkingu, hæfni og leikni nemenda og undirbúa þá til virkari þátttöku í lýðræðislegu samfélagi nútímans og fyrir áframhaldandi nám.