Fjölsmiðjan og Framvegis

Fjölsmiðjan á Höfuðborgarsvæðinu og Framvegis miðstöð símenntunar, fara í samstarf.
 
Fjölsmiðjan á Höfuðborgarsvæðinu nýtur nú stuðnings og ráðgjafar Framvegis miðstöð símenntunar m.a. í tengslum við námskeiðshald fyrir nema Fjölsmiðjunnar.  Nú stendur yfir námskeið í Hugrænni Atferlismeðferð. Fleira verður á dagskrá á næstunni. 
 
Skv. Skipulagsskrá þá skal Fjölsmiðjan starfrækja verkþjálfunar- /framleiðslusetur og fræðslustarfsemi fyrir ungt fólk  á aldrinum 16- 24 ára. Eitt meginhlutverk okkar er því að þroska persónuleika þeirra einstaklinga sem hér starfa, hjálpa þeim að vaxa og efla þá til frekara skólanáms eða þátttöku á hinum almenna vinnumarkaði.
 
Það er stefna Fjölsmiðjunnar að sameina vinnuúrræði, fræðslu/sköpun og hreyfingu/lífsleikni í því augnamiði að styrkja nema Fjölsmiðjunnar.
 
Samstarfið við Framvegis er einn þáttur af mörgum í stefnumörkun Fjölsmiðjunnar.
 
 
 

Deila á samskiptavef