Þjálfunarstyrkur hækkar um áramót

Fjölsmiðjan er staðsett í Víkurhvarfi 2 Kópavogi

Um áramótin hækkar þjálfunarstyrkur til nema Fjölsmiðjunnar.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu greiða þjálfunarstyrki til nema Fjölsmiðjunnar og hafa þau öll samið um að hækka greiðslur til nema. Þjálfunarstyrkurinn tekur mið af kjarasamningi Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Styrkur til nema á aldrinum 16-17 ára er 55% hlutfall launa sem eftir hækkun er 131.634 krónur á mánuði, en nemar 18 ára og eldri fá sem nemur 75% hlutfall launa eða 179.502 krónur á mánuði, eftir hækkun.

Deila á samskiptavef