Laddi kíkir í Fjölsmiðjuna

Laddi áritar bókina

Mynd með grein: 

Hinn ástsæli gamanleikari Laddi lagði leið sína í Fjölsmiðjuna í dag. Hann hitti Þröst, sem hefur átt sér þann draum heitastan að hitta Ladda í eigin persónu. Draumur hans rættist í dag þegar Laddi áritaði fyrir hann bók sína, sem Þröstur hafði keypt til að gefa gefa afa sínum í jólagjöf. 
Þröstur var gríðarlega ánægður með heimsókn Ladda og við færum Ladda bestu þakkir. Hann er hér með orðinn hollvinur Fjölsmiðjunnar, eins og svo margir. Síðasti starfsdagur Fjöslmiðjunnar er á morgun en síðan verður lokað þar til 3. janúar á nýju ári. 
 
Gleðileg jól. 
 
 

Deila á samskiptavef