Herbalife safnar fyrir Fjölsmiðjuna

Á laugardaginn síðasta stóðu dreifingaraðilar Herbalife fyrir uppákomu í íþróttahúsi Kelduskóla til styrktar Fjölsmiðjunni.

Blásið var til léttrar æfingar fyrir alla fjölskylduna og var góð mæting. Heiðar Austmann  DJ stóð vaktina og vörpulegir íþróttaþjálfarar leiddu hópinn í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem ungir sem aldnir réðu vel við. 

Boðið var upp heilsudrykki í lok æfinganna og létu Fjölsmiðjukrakkarnir ekki sitt eftir liggja. Þeir hjálpuðu til í eldhúsinu við að útbúa hollustusjeika að hætti Herbalife og báru þá fram. Vatnsbrúsum og próteinstykkjum var  útbýtt á báðar hendur og að lokum var öllum þátttakendum stillt upp til myndatöku þegar yfir lauk. 
Við hér í Fjölsmiðjunni erum að sjálfsögðu afar þakklát þeim velvilja og stuðningi sem Herbalife Family Foundation hefur sýnt okkur í gegnum árin og nú hafa dreifingaraðilar Herbalife bætt um betur með því að standa sjálfir fyrir uppákomum af því tagi sem boðið var upp á s.l. laugardag. 

Ekki er allt búið enn, því Herbalife ætlar að halda jólaball þann 11. desember n.k. til styrktar Fjölsmiðjunni. 

Við þökkum dreifingaraðilum Herbalife og HFF kærlega fyrir samstarfið og vonum að það haldi sem lengst áfram 

 

Deila á samskiptavef