Góðgerðaræfing í Korpuskóla/Kelduskóla

Á morgun laugardag ætla krakkarnir í Fjölsmiðjunni að taka þátt í viðburði sem Herbalife Family Foundation stendur fyrir í íþróttahúsi Korpuskóla.  Það verður haldin „góðgerðaræfing“ fyrir fjölskyldur að taka þátt í sem stendur í um það bil klukkustund frá kl. 11.00. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Hver fjölskylda greiðir 500 kr. í aðgangseyri og er meiningin að styrkja Fjölsmiðjuna með þessu uppátæki, en Herbalife Family Foundation hefur verið styrktaraðili Fjölsmiðjunnar í nokkur ár. Söfnunarbaukur fyrir frjáls framlög verður einnig á staðnum. 

Heiðar Austmann verður DJ á meðan á æfingunni stendur og Fjölsmiðjukrakkarnir ætla að aðstoða við að bjóða gestum og gangandi upp á heilsudrykki. Starfsmenn Fjölsmiðjunnar verða á staðnum til að kynna starfið og dreifa bæklingum.  
Allir velkomnir. 
 

 

Deila á samskiptavef