Halloween

Skorið út í grasker

 Það var aldeilis fjör í Fjölsmiðjunni í gær á Dísarblótinu eða Halloween-hátíðinni. Margir nutu hádegisins að borða dásemdar salöt með sláturmat á borð við kindasvið,lifrarpylsu, blóðmör og lambalæri.  Ekki skemmdi það fyrir að fá heimagerðan ís í eftirrétt sem gerður var á staðnum með því að hella fljótandi köfnunarefni yfir ísblönduna. Við það varð þokudrungað loft í matsalnum. Gestir fengu herlegar móttökur  með söng og trumbuslætti hvar útskorin logandi grasker lýstu um allt og stemning öll kynngimögnuð í þeim anda að minna okkur á að framundan eru hinir myrkari dagar vetrar. 
Veturnætur eru skammt undan samkvæmt gömlu tímatali og Gormánuður gekk í garð fyrsta vetrardag sem var um síðustu helgi. 
Allraheilagramessa (Halloween) er þó ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Við tókum forskot á sæluna og hyggjumst endurtaka leikinn að ári. Góða helgi. 
 

 
 

Deila á samskiptavef