Starfsmannaferð til Danmerkur

Mynd með grein: 

Seint á síðasta ári fékk Fjölsmiðjan styrk frá Evrópu unga fólksins til að fara í Starfsmannaferð til Danmerkur og skoða þar Produktionsskóla. Sú ferð var farin 11.-15. apríl til Kaupmannahafnar þar sem 6 starfsmenn, þ.e. 2 eldri starfsmenn og 4 yngri starfsmenn,  fengu að kynnast starfi Produktionskólanna þriggja sem heimsóttir voru ásamt því að segja frá starfi Fjölsmiðjunnar.

Við heimsóttum tvo skóla í Kaupmannahöfn sem heita AFUK og Den Økologiske Produktionsskole og svo fórum við í dagsferð til Óðinsvé þar sem við heimsóttum Elsesminde produktionsskole. Elsesminde er sá skóli sem var fyrirmynd Fjölsmiðjunnar þegar hún opnaði 2001. Það var mjög áhugavert og lærdómsríkt að fara í þessar heimsóknir. Starfsemin er að mörgu leiti lík en þó á sama tíma mjög ólík.

Við viljum þakka Evrópu unga fólksins og Erasmus+ fyrir að veita okkur styrk og þar með gefa okkur tækifæri til að fara í ferð sem þessa. 

Deila á samskiptavef