Breytt starfsemi tímabundið

Í ljósi frekari aðgerða og strangari reglna stjórnvalda vegna samkomubanns sem tekur gildi frá og með morgundeginum 24. mars 2020, þá hafa stjórnendur Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að loka tímabundið hefðbundinni starfsemi hennar að öllu óbreyttu til 15. apríl næst komandi.
Þetta þýðir að nemar Fjölsmiðjunnar verða sendir heim tímabundið og koma ekki til starfa frá og með þriðjudeginum 24. mars.
Staðan verður endurmetin eftir því sem upplýsingar berast frá stjórnvöldum.
Í Fjölsmiðjunni eru skráðir 67 nemar og 10 starfsmenn og það er orðið erfitt að tryggja öryggi þeirra hvað sóttvarnir varðar í daglegum rekstri. Starfsmenn Fjölsmiðjunnar munu eftir sem áður sinna ákveðnum störfum á meðan þetta ástand varir.
Með þessari ákvörðun erum við að sjálfsögðu einnig með í huga hugsanlegt aukið álag í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum.
Fyrir hönd starfsmanna og stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sturlaugur Sturlaugsson, forstöðumaður.
 

Deila á samskiptavef