Dísarblót

Halloween eða Allraheilagramessa verður á fimmtudaginn kemur þann 31. október.
Veturnætur eru skammt undan samkvæmt gömlu tímatali og Gormánuður gekk í garð fyrsta vetrardag sem var um síðustu helgi. 
 
Hjá okkur verður hægt að gæða sér á dásamlegum sláturmat í hádeginu eins og blóðmör, lifrapylsu, lambasviði, lambalæri, gulrótum, kartöflum, kartöflumús, rófum, rófustöppu o.s.frv. Í eftirrétt verður heimalagaður ís með öllu tilheyrandi.
Salurinn verður skreyttur í anda hátíðarinnar og stemmingin eftir því!
Hlökkum til að sjá ykkur.

Deila á samskiptavef