Jólagleði Fjölsmiðjunnar

Mynd með grein: 

Það bar til um þessar mundir að starfsfólk Fjölsmiðunnar bauð nemum og aðstandendum þeirra til veislu. Var þar mikið um dýrðir. Borin var fram þriggja rétta máltíð að hætti Valdimar matreiðslumeistara.

Bleikjupaté í forrétt, íslenskt hangikjöt með tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og ekki var eftirrétturinn af verri endanum.  Var veislan fjölmenn og tók fólk til söngsins. Lifandi tónlist var leikin undir borðum og sérlegur skemmtikraftur sóttur alla leið til New York. Sú ágæta leik og söngkona Ólöf Jara Skagfjörð leit inn og tók lagið með pabba sínum við góðar undirtektir. Nemarnir fengu jólagjöf með sér heim og allir léttir í lundu á leið í langþráð jólafrí.  Gleðleg jól öll og sjáumst hress á nýju ári. :) 

Deila á samskiptavef