Hrosskjötsveislan nálgast

Hin árlega hrossakjötsveisla verður í Fjölsmiðjunni mánudaginn 19. nóvember næstkomandi kl. 18.00 að staðartíma. Hollvinir og velunnarar Fjölsmiðjunnar velkomnir að snæða saltað hrossakjöt að hætti Valdimars matreiðslumeistara og hans hjálparkokka. Meðlætið er kartöflur, uppstúf, grænar baunir og rótargrænmeti. Hrossið er að þessu sinni Stígur frá Háholti og er hverjum og einum frjálst að setja saman stökur af þessu tilefni. Skáld Fjölsmiðjunnar ríða á vaðið. Senda má stökurnar í tölvupósti á sturlaugur@fjolsmidjan.is eða inn á fésbókarsíðu Fjölsmiðjunnar. Það leynist hagyrðingur í flestum svo ekki hika við að yrkja. Við vonumst til að sjá sem flesta.
 
 
 
Ofan í pottana folakjötið það flýgur
flestum ágætis magafylli það er.
Nú brokkar hvorki né stekkur lengur hann Stígur
í steikur og gúllas og hakk hann mestallur fer. 
(V.S.) 

Deila á samskiptavef