Hrossið komið

Þá er hrossið komið í hús.
Hér í Fjölsmiðjunni hefur skapast sú hefð að vera með hrossakjötsveislu um miðjan nóvembermánuð. Kjötið er skorið og saltað niður  af yfirmatreiðslumeistara Fjölsmiðjunnar og hans aðstoðarfólki. Fáeinum vikum síðar er vinum og velunnurum Fjölsmiðjunnar boðið að borða herlegheitin með tilheyrandi meðlæti. Þetta hefur mælst vel fyrir á undanförnum árum. Til gamans þá hafa á stundum verið ortar hestavísur og mun sú hefð ekki verða lögð niður með öllu og verða vonandi fluttar einhverjar stökur í hrosskjötsveislu Fjölsmiðjunnar. Frjálst er hverjum þeim sem vilja að yrkja vísur af þessu tilefni og leggja í í púkkið. Að vísu hefur hesturinn ekki enn fengið nafn en það verður tilkynnt síðar. 
Á myndinni má sjá Þorleif matsvein (t.v.) og Valdimar yfirmatreiðslumeistara (t.h.) taka hrossið í hús. En hér kemur fyrsta stakan: 
 
Enn á ný er herlegt hross
í húsið borið. 
Mun það nú á ný af oss
niður skorið.
(V.S.) 
 

 

Deila á samskiptavef