Nýtt fólk í Fjölsmiðjunni

Í dag komu 12 ungir Pólverjar til starfa í Fjölsmiðjunni. Um er að  ræða hóp frá Vinnumálastofnun, 3 ungir menn og 9 ungar konur sem koma  tímabundið til liðs við okkur. Þau muni án efa lífga upp á starfið og ekki liggja á liði sínu við að leysa þau verkefna sem falla til. Að auki fá þau íslenskukennslu tvisvar á viku á meðan þau eru hér.  Eins og sjá má á á myndinni þá er þetta fríður hópur ungs fólks og verður óneitanlega gagnlegt og gaman að hafa það hérna hjá okkur í Fjölsmiðunni. 
 

Deila á samskiptavef