Nýr forstöðumaður Fjölsmiðjunnar

Þorbjörn Jensson stofnandi Fjölsmiðjunnar hefur látið af störfum eftir 17 ára starf. Nýr forstöðumaður, Sturlaugur Sturlaugsson hefur verið ráðinn til starfa frá og með 1. september. Sturlaugur er viðskiptafræðingur að mennt og hefur unnið að æskulýðs og forvarnarmálum hjá Íþróttabandalagi Akraness um árabil. Hann segist hlakka til að þróa áfram starfið í Fjölsmiðjunni í samvinnu við starfsfólkið. Hann segir starfsfólkið búa yfir mikilli reynslu og þekkingu eftir að hafa unnið með öllu því unga fólki sem notið hefur leiðsagnar og stuðnings í Fjölsmiðjunni í gegnum tíðina. 
Á myndinni má sjá Elínu Oddnýju Sigurðardóttur stjórnarformann Fjölsmiðjunnar bjóða Sturlaug velkominn til starfa 

Deila á samskiptavef