Laufabrauðsgerð og smákökubakstur

Norðlensk laufabrauðsgerð

Mynd með grein: 

Það var handagangur í öskjunni í dag. Jólin nálgast og krakkarnir í Fjölsmiðjunni láta sitt ekki eftir liggja þegar kemur að laufabrauðsgerð og smákökubakstri. Á stórum heimilinum þarf að koma nokkrum sortum í hús og það stefnir í góðar heimtur. 
Litlu-jólin verða haldin hátíðleg á fimmtudaginn kemur og þá verður mikið um dýrðir.
Við ætlum að gera vel við okkur í mat og drykk og krakkarnir sjá sjálfir um skemmtiatriðin. Það eru nú einu sinni jólin. 
 
 

Deila á samskiptavef