Fjölsmiðjan í Kópavogi hefur verið starfrækt frá árinu 2001

Fjölsmiðjan í Kópavogi hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Fyrirmynd Fjölsmiðjunnar er sótt til Danmerkur en þar hafa Produktionsskoler verið reknir árum saman. Í Fjölsmiðjunni eru 7 deildir. Hússtjórnardeild, tölvur og pökkun, rafdeild, bíladeild, trésmíðadeild, handverksdeild auk náms-og starfsráðgjafar. Markmiðið er að styrkja getu þeirra og hæfileika til að takast á við ólík verkefni. Lögð er áhersla á að þeir nemar sem eru við störf í Fjölsmiðunni fari þaðan sem sterkari einstaklingar, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkaði.

Deila á samskiptavef