Um Fjölsmiðjuna

 

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk (16-24. ára). Hér gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám.

Vinnutíminn er 8.30.-15.00.- fyrir vinnuna er greiddur verkþjálfunar- og námsstyrkur. Við borðum saman morgunmat og hádegismat og reynum að hafa vinnustaðinn fjölbreyttan og skemmtilegan.

Fjölsmiðjan hóf starfsemi árið 2001. Stofnaðilar eru Rauði krossinn, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirmynd Fjölsmiðjunnar er sótt til Danmerkur en þar hafa „Produktionsskoler“ verið reknir árum saman.

Fjölsmiðjan leitast við að vera í góðum tengslum við vinnumarkaðinn og félagsleg úrræði og vera sýnilegur valkostur þegar velja þarf leiðir í lífinu. Fjölsmiðjan leggur áherslu á að þeir nemar sem hafa verið við störf í Fjölsmiðjunni fari þaðan sem sterkari einstaklingar, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkað.

Fjölsmiðjan mætir nemum á þeirra forsendum og leitast við að uppfylla þarfir og óskir þeirra eins og þau upplifa starfið.

Nemar sem fara í skóla eða vinnu á almennum markaði geta leitað áfram til starfsmanna Fjölsmiðjunnar, hvort sem leitað er eftir námsaðstoð eða góðum ráðum vegna vinnu. 

Forstöðumaður er Sturlaugur Sturlaugsson. 

sturlaugur@fjolsmidjan.is