Herbalife Family Foundation ætlar að standa fyrir svokallaðri GÓÐGERÐARÆFINGU laugardaginn 5. nóvember n.k. til styrktar Fjölsmiðjunni.
Æfingin fer fram í íþróttasal Kelduskóla/Korpu ( Bakkastaðir 2 - 112 Reykjavík) og hefst kl. 11.00. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald fyrir hverja fjölskyldu verður kr. 500. Allur ágóði rennur til Fjölsmiðjunnar.
Æfingin hentar öllum. Leikir fyrir yngstu þáttakendurna. Boðið verður upp á drykki og við í Fjölsmiðjunni verðum á staðnum til að kynna starfið fyrir þá sem hafa áhuga.